Skip to product information
1 of 3

Kiki Health

Moringa laufduft, lífrænt - 100g

Moringa laufduft, lífrænt - 100g

Regular price 2.490 ISK
Regular price Sale price 2.490 ISK
Sparaðu! Uppselt
Með sköttum. Sendingarkostnaður reiknaður við greiðslu.

Moringa laufin eru ein næringarríkasta ofurfæða náttúrunnar.

Þetta 100% lífræna moringa duft hefur mildan, jörðbundinn keim sem minnir á spínat. Moringa laufduftið er sérstaklega prótínríkt, með 23g af prótíni í hverjum 100g. Það inniheldur átta af þeim nauðsynlegu amínósýrum sem eru byggingareiningar prótína.

Moringa er frábær viðbót í smoothies, drykki og uppskriftir og er ríkt af steinefnum eins og járni, kalki og magnesíum.

  • Ung og meyr laufblöð
  • 100% hreint lífrænt moringa duft
  • Þurrkað í skugga til að varðveita næringarefnin
  • Ríkt af prótíni
  • Ríkt af trefjum

Innihaldsefni

  • 100% lífræn moringa lauf

Nánari upplýsingar

Moringa laufduft er sérstaklega prótínríkt, með 23g af prótíni í hverjum 100g. Það inniheldur átta af þeim nauðsynlegu amínósýrum sem eru byggingareiningar prótína.

Laufið er djúpgrænt og duftið hefur ferskan, jarðbundinn keim sem minnir á spínat. Moringa-tréð hefur margvísleg not í náttúrulækningum í Asíu og Vestur-Afríku. Tréð framleiðir einnig ætilega belgi sem minna á aspas í bragði, en það eru laufin sem eru hvað mest notuð vegna hárra næringargilda og hafa verið notuð í baráttunni gegn vannæringu í þróunarlöndum.

Lífrænu moringa laufin eru tínd af lífrænt ræktuðum moringatrjám. Laun eru tínd á 30 til 45 daga fresti, þannig að aðeins ung og meyr lauf eru valin.

Laufin eru síðan flokkuð, skoluð í 30 sekúndur, látin renna af sér og þurrkuð í skugga við 23–30°C þar til þau verða stökk. Að lokum eru þau möluð í fínt duft.

Moringa laufduft hentar vel í bökur, súpur eða til að strá yfir salat. Það er líka ljúffeng viðbót í græna safa og smoothies.

Þessi vara telst sem fæðubót samkvæmt íslenskri reglugerð. Ekki skal neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur gefur til kynna. Varan kemur ekki í stað fjölbreytts fæðis og er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma. 

Geymist þar sem að börn ná ekki til.

Hvernig á að nota?

Blandið um það bil einni (1) matskeið eða meira út í vatn, safa eða smoothie.

Má einnig strá yfir mat eða blanda við matvæli.

Af hverju KIKI HEALTH

  • Óunnin, næringarrík matvæli
  • Upprunnið frá úrvalsstöðum
  • Vörur þróaðar af sérfræðingum
  • Hátt næringargildi
  • Styður líkama, huga og heilsu

Vottanir:

  • EU lífræn vottun
  • GB-ORG-05 Non-EU Agriculture
  • Soil Association Organic
Skoða vöru